Horticum menntafélag og Félag skrúðgarð- yrkjumeistara hljóta viðurkenningu fyrir verkefnið NordLand

Horticum menntafélag og Félag skrúðgarð- yrkjumeistara hljóta viðurkenningu fyrir verkefnið NordLand

NordLand – Norræn/evrópsk samvinna skrúðgarðyrkjumeistara og menntastofnanna um þróun kennsluefnis, -aðferða, námsskrár og færniviðmiða í skrúðgarðyrkju.

Verkefnishugmyndin byggist á að nýta reynslu og þekkingu sem samtök skrúðgarðyrkjumeistara á Norðurlöndum hafa á sínu fagsviði til að bera saman námsefni og námskrár kennslustofnana í skrúðgarðyrkju á Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum. Traust tenging var til staðar við kennslustofnanir í Danmörku, Finnlandi og á Íslandi og þátttakendur verkefnisins voru fulltrúar atvinnulífs og skóla. Verkefnahópurinn náði mjög góðum árangri og þróaði námsskrá í skrúðgarðyrkju sem byggir á nýrri aðferðafræði EQF/NQF. Námsskráin tekur mið af nýjum áskorunum m.a. tengdum loftslagsbreytingum og sjálfbærri þróun. Annar afrakstur verkefnisins er námskrá fyrir starfsnám í umhirðu- og steinlagnatækni.

GÆÐAVIÐURKENNING Verkefnið fær viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur og ávinning. Hópurinn náði markmiðum verkefnisins og helsti afraksturinn er ný námskrá í skrúðgarðyrkju sem hefur verið tekin í notkun í menntastofnunum innanlands og í Evrópu. Niðurstöður verkefnisins eru aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins www.nordland.is.

3_IMG_3834 IMG_3789
2_IMG_3800IMG_3793IMG_38064_IMG_3830

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.