Maðkurinn er mættur
Runnarnir í hallargarðinum eru að verða frekar blaðlitlir eftir að fiðrildalirfur hafa gert sér blöðin að góðum mat. Hér virðist vera um vefara að ræða þar sem laufblöðin á misplinum eru umvafinn spunaþráðum. Á myndinn sjást tvær kátar lirfur, feitar og pattaralegar sem tóku vel í að láta ljósmynda sig í blíðunni í morgun.
Mögulega þurfa rekstraraðilar grænna svæða að huga að eitrun, t.d. með brúnsápu eða öðrum umhverfisvænum aðferðum sem hafa ekki langvarandi áhrif á umhverfið. Sjá einnig myndir hér að neðan.
Comments are closed.