Grassláttur – Námskeið í faglegum vinnubrögðum

Grassláttur – Námskeið í faglegum vinnubrögðum

Garðyrkjusérfræðingar Horticum menntafélags fræða um grasslátt

Nýlega voru haldin námskeið fyrir starfsmenn sveitarfélaga sem sinna grasslætti. Haldin voru námskeið fyrir starfsmenn Kópavogsbæjar og Akureyrarbæjar.IMG_3321

Á námskeiðunum er farið yfir grastegundir, notkun og tilgang grassvæða og nauðsynlega umhirðu m.t.t. álags, tegunda og aðstæðna. Farið er yfir búnað starfsmanna, mikilvæg öryggisatriði, meðferð véla og verkfæra. Sérstök áhersla er lögð á grasslátt við trjágróður en á undanförnum árum hafa orðið miklar skemmdir á stofnum trjáa, bæði eftir sláttuorf og aksturstæki.

Námskeiðin voru vel heppnuð enda um metnaðarfull ungmenni að ræða hjá báðum bæjarfélögum. Góðar umræður sköpuðust og faglegar vangaveltur voru af ýmsum toga.

Á myndinni sést Baldur Gunnlaugsson sýna starfsmönnum Kópavogsbæjar mikilvægi þess að sláttuorf séu rétt stillt.

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.