Flokkstjóra- námskeið hjá Garðabæ
Garðyrkjusérfræðingar Horticum menntafélags fræddu flokkstjóra Garðabæjar
Hjá Garðabæ starfar mikill fjöldi ungmenna við garðyrkju- og umhverfistengd verkefni. Flokkstjórar eru alls um 50 þetta árið enda hefur bærinn aldrei ráðið fleiri ungmenni til starfa. Í ár fengu allir vinnu sem sóttu um til bæjarins. Garðabær hefur sett sér það markmið að vera á meða snyrtilegust bæja Íslands og stendur fyllilega undir þvímarkmiði.
Á flokkstjóranámskeiðinu var fjallað um fagleg vinnubrögð, meðferð véla og verkfæra og líkamsbeitingu. Umfjöllunin var að hluta til bókleg en einnig var farið út í verklega sýnikennslu. Eysteinn Haraldsson Bæjarverkfræðingur Garðabæjar ávarpaði flokkstjóra og hvatti til dáða. Einnig var Erla Bil Bjarnardóttir með góða umfjöllun um helstu verkefni og skyldur starfsmanna bæjarins.
Áhugi starfsmanna var mikill og góð stemmning í hópnum eins og myndirnar bera með sér.
Comments are closed.