Trjárækt, krydd- og matjurtir
Horticum menntafélag og Endurmenntun Háskóla Íslands bjóða upp á fjölbreytt úrval faglegra garðyrkjunámskeiða í vor.
Ræktun matjurta í heimilisgarðinum
Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum innsýn í matjurtaræktun með því markmiði að þeir geti sjálfir hafið ræktun matjurta í eigin garði. Lögð verður áhersla á að fjalla um ræktunaraðferðir sem eru í sátt við umhverfið. Fjallað verður um skipulag matjurtagarðsins og staðarval, jarðvinnslu, áburðargjöf, forræktun eigin smáplantna, sáningu, grisjun og gróðursetningu, notkun gróðurhlífa og yfirlagsefna, umhirðu á ræktunartíma, plöntusjúkdóma, meindýr og illgresiseyðingu. Loks verður fjallað um ræktun á algengum tegundum matjurta og geymslu matjurta
Kennari: Björn Gunnlaugsson, cand. agro.
Nánari lýsing og skráning
Trjárækt á sumarhúsalóðum
Námskeið fyrir áhugafólk um trjá- og skógrækt á sumarhúsalóðum. Fjallað verður um trjá- og runnategundir sem henta vel við ólíkar aðstæður t.d. rýran jarðveg og veðurálag. Sérstök áhersla verður lögð á staðsetningu í landi, framkvæmd útplöntunar, m.t.t. ólíkra stærða og tegunda, áburðargjöf, flutning trjáa, gerð skjólbelta og tegundir sem henta í skjólbelti.
Kennari: Magnús Bjarklind, skrúðgarðyrkjumeistari og garðyrkjutæknir
Fáðu krydd í tilveruna: Námskeið um ræktun kryddjurta
Áhugi fólks á kryddjurtum hefur vaxið mjög á undanförnum árum og framboð af ferskum kryddjurtum í verslunum hefur aukist mikið. Ferskleikinn er afar mikilvægur til að kryddjurtir njóti sín til fulls og því fátt betra en að hafa aðgang að þeim beint úr eigin ræktun. Á námskeiðinu verður fjallað um ræktun og notkun helstu tegunda kryddjurta sem þrífast utandyra hér á landi.
Kennari: Björn Gunnlaugsson, cand. agro.
Nánari lýsing og skráning
Comments are closed.