Ræktun matjurta í heimilisgarðinum
Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum innsýn í matjurtaræktun með því markmiði að þeir geti sjálfir hafið ræktun matjurta í eigin garði.
Á námskeiðinu er fjallað um:
• Skipulag matjurtagarðsins og staðarval.
• Jarðvinnslu og áburðargjöf.
• Forræktun eigin smáplantna, sáningu, grisjun og gróðursetningu.
• Notkun gróðurhlífa og yfirlagsefna.
• Umhirðu á ræktunartíma.
• Plöntusjúkdóma, meindýr og illgresiseyðingu.
• Ræktun á algengum tegundum matjurta og geymslu matjurta.
Lögð verður áhersla á að fjalla um ræktunaraðferðir sem eru í sátt við umhverfið.
Kennari(ar): Björn Gunnlaugsson, garðyrkjukandítat
Nánar um námskeiðið og skráning hér
Comments are closed.