Vorverkin í garðinum – almenn umhirða og viðhald

Vorverkin í garðinum – almenn umhirða og viðhald

Námskeið hjá Endurmenntun HÍ – Mán. 26. mars kl. 19:00 – 22:15

Námskeið fyrir áhugafólk um vandaða umhirðu og viðhald á einka-, fjölbýlishúsa- og sumarhúsalóðum. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi brennandi áhuga fyrir garðrækt og faglegum vinnubrögðum.

Skráningarfrestur er til 19. mars 2012.

Á námskeiðinu verður fjallað um öll helstu vorverk garðeigandans, meðal annars:

  • Trjá- og runnaklippingar. Fjallað um almennar vorklippingar á trjám og runnum, m.a. lauftrjám, limgerðum, berjarunnum og rósum.
  • Viðhald grassvæða: Fjallað verður um fyrstu aðgerðir vorsins á grasflötum, m.a. aðgerðir gegn mosa og illgresi, áburðargjöf og slátt.
  • Áburðargjöf : Fjallað verður um áburðarþörf einstakra gróðurtegunda, áburðartegundir, s.s. lífræna áburðargjafa o.fl.
  • Útplöntun: Fjallað verður um aðferðir við útplöntun trjá og runnategunda, uppbindingar o.fl.

Lestu meira um námskeiðið hér

Twitter Digg Delicious Stumbleupon Technorati Facebook

Comments are closed.